Fótbolti

Heimamenn fögnuðu sigri í fyrsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Han Duan í baráttu við Fridu Ostberg.
Han Duan í baráttu við Fridu Ostberg. Nordic Photos / Getty Images

Kína vann í dag sigur á Svíum á fyrsta keppnisdegi í knattspyrnu á Ólympíuleikunum sem fara fram í Peking, höfuðborg Kína.

Ólympíuleikarnir verða ekki formlega settir fyrr en á föstudaginn en en keppni í knattspyrnu hófst snemma.

Han Duan skoraði sigurmarkið í dag en 38 þúsund áhorfendur voru á leiknum. Hún skoraði markið á 72. mínútu leiksins. Xu Yuan kom Kínverjum yfir snemma leiks en Lotta Schelin jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé.

Noregur kom svo á óvart með 2-0 sigri á núverandi Ólympíumeisturunum, Bandaríkjunum.

Keppni í karlaknattspyrnu hefst á morgun með átta leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×