Fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna gagnrýnir Gísla harðlega Andri Ólafsson skrifar 18. ágúst 2008 16:27 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Gísli ætlar að nema borgarfræði í háskólanum við Edinborg næsta vetur en hyggst fljúga heim til Íslands tvisvar í mánuði til þess að sækja borgarstjórnarfundi. Sveinn Andri segir að Gísli ætti að taka sér leyfi á meðan hann stundar námið svo hægt sé að kalla inn varamann sem gæti sinnt borgarfulltrúastarfinu af fullum krafti. Hann segir að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla. "Menn eru orðlausir," segir Sveinn. "Það eru 14 ár síðan ég var borgarfulltrúi og á þeim tíma var þetta nánast fullt starf. Eins og málin hafa þróast þá hefur borgarfulltrúa starfið sífellt orðið umfangsmeira." "Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mun meira á bakvið þetta starf en tveir fundir í mánuði. Á hverjum fundi eru fjölmörg mál á dagskrá sem krefjast mikils undirbúnings. Það eru viðtöl, undirbúningsfundir, símtöl og fleira. Ef menn geta ekki sinnt þessu með góðu móti eiga menn að víkja og leyfa öðrum að spreyta sig," segir Sveinn Andri. Hann segist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanns "vindi ofan þessari hugmynd". "Auðvitað er það fagnaðarefni ef menn vilja ljúka námi. En menn verða að hugsa þetta í víðara samhengi. Gísli Marteinn var ekki kosinn í borgarstjórn til þess að sinna þessu starfi með hangandi hendi frá Edinborg. Auðvitað geta aðstæður manna breyst. Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér og allt það. En til þess eru borgarfulltúar einmitt með varamenn." "Það sem stendur upp úr í þessu máli er að Gísli virðist ætlast til þess að borgarbúar borgi háskólanámið hans. Og það líst mér illa á," segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira