Fótbolti

Messi skoraði og verður áfram á Ólympíuleikunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mikið var fagnað meðal áhorfenda þegar Messi var kynntur fyrir leik. Hann brosti breitt sjálfur.
Mikið var fagnað meðal áhorfenda þegar Messi var kynntur fyrir leik. Hann brosti breitt sjálfur.

Lionel Messi er maður dagsins á Ólympíuleikunum. Hann náði samkomulagi við stjórn Barcelona um að fá að taka þátt í leikunum og skoraði í fyrsta leik Argentínu í dag.

Í gær var úrskurðað að Barcelona ætti rétt á því að banna honum að taka þátt í leikunum en eftir að Messi ræddi við stjórnarmenn spænska liðsins fékk hann leyfi til að vera með í Peking.

Argentínumenn eru núverandi Ólympíumeistarar og hófu þeir titilvörnina á 2-1 sigri gegn Fílabeinsströndinni. Messi skoraði fyrsta mark leiksins en Fílabeinsströndin jafnaði. Staðan var jöfn þar til Argentína tryggði sér sigurinn með marki á 86. mínútu leiksins.

Jafntefli varð niðurstaðan í öllum leikjum sem fram fóru á sama tíma. Holland og Nígería gerðu fyrsta markalausa jafnteflið en hinir leikirnir enduðu báðir 1-1. Kína og Nýja-Sjáland áttust við og Suður-Kórea og Kamerún.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×