Fótbolti

Þjálfari Makedóna ætlar liðinu stóra hluti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Srecko Katanec, landsliðsþjálfari Makedóna.
Srecko Katanec, landsliðsþjálfari Makedóna. Nordic Photos / AFP

Srecko Katanec tilkynnti í dag landsliðshóp sinn sem mætir Skotlandi og Hollandi á heimavelli í upphafi næsta mánaðar í undankeppni HM 2010.

Þessi lið eru í 9. riðli í undankeppninni ásamt Íslandi og Noregi sem mætast í Osló þann 6. september næstkomandi. Ísland mætir svo Skotlandi á Laugardalsvelli miðvikudaginn 10. september.

„Nú er ný undankeppni að hefjast og við eigum tvo erfiða leiki fram undan," sagði Katanec. „Við berum virðingu fyrir þessum liðum en við höfum okkar markmið og væntingar. Ég held að við munum ná góðum úrslitum úr þessum leikjum. Ég vil að allir leikmenn leggi sig alla fram og býst ekki við neinu öðru."

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir: Petar Milosevski (Enosis Neon Paralimni), Tome Pacovski (Vardar Skopje)

Varnarmenn: Goce Sedloski (Mattersburg), Igor Mitreski (Energie Cottbus), Vlade Lazarevski (Polonya), Nikolce Noveski (Mainz), Goran Popov (Heerenveen), Robert Petrov (Panserraikos), Miroslav Vajs (Vardar Skopje), Boban Grncarov (Gent)

Miðvallarleikmenn: Vlatko Grozdanoski (Vojvodina Novi Sad), Darko Tasevski (Levski Sofia), Artim Polozani (Vardar Skopje), Vanco Trajanov (Chernomorec), Velice Sumulikoski (Ipswich Town), Ertan Demiri (Lokeren);

Framherjar: Goran Pandev (Lazio), Goran Maznov (Tom Tomsk), Ilco Naumoski (Mattersburg), Stevica Ristic (Pohang Steelers)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×