Enski boltinn

Kemst Steele ekki á Wembley?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luke Steele.
Luke Steele.

Bikarhetjan og markvörðurinn Luke Steele hjá Barnsley gæti misst af tækifærinu að spila á Wembley þar sem félagið hefur ekki náð samningi um að halda honum. Steele er á lánssamningi frá West Brom.

Steele átti frábæra frammistöðu og hjálpaði Barnsley að leggja Liverpool og Chelsea að velli í FA bikarnum.

Barnsley er í viðræðum við West Brom um framlengingu á lánssamningnum við Steele en ekki hefur náðst niðurstaða varðandi launamál hans. West brom vill að Barnsley taki yfir laun leikmannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×