Vilja að Reykjavíkurborg taki við flóttamönnum í stað Akraness 13. maí 2008 16:54 Björk Vilhelmsdóttir situr fyrir Samfylkinguna í velferðarráði Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar hyggjast leggja fram þá tillögu í ráðinu á morgun að borgin taki á móti 30 flóttamönnum frá Palestínu sem væntanlegir eru til landsins. Eins og fram hefur komið í fréttum er um að ræða mæður með börn sem dvalið hafa í Írak. Hugmyndir voru uppi um að fólkið settist að á Akranesi en fram hefur komið í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, formanns félagsmálaráðs Akraness, að ekki sé rétt að taka á móti flóttafólki þangað. Í tilkynningu frá fulltrúum minnihlutans í borginni er enn fremur bent á að Magnús Þór hafi lagt til að flóttamönnunum yrði hjálpað á heimavelli. „Hann og aðra þarf kannski að upplýsa að þessi hópur eins og aðrir flóttamannahópar Sameinuðu þjóðanna hafa ekki möguleika á að setjast að í sínu heimalandi," segir í tilkynningunni. Vegna þessa muni fulltrúar flokkanna þriggja í borgarstjórn leggja til á fundi velferðarráðs á morgun að Reykjavík bjóði þennan hóp velkominn. Mjög góð reynsla hafi verið af komu tveggja hópa einstæðra mæðra til Reykjavíkur, en þeir hafi komið frá Kólumbíu á síðustu þemur árum. „Það er mat okkar að ekki sé leggjandi á flóttafólk að flytjast í bæjarfélag þar sem formaður félagsmálaráðs er á móti komu þeirra og vinnur opinberlega gegn dvöl þeirra þar. Það er trú okkar að þó svo sömu flokkar stýri málum í Reykjavík og á Akranesi, þá verði önnur afstaða tekin til málsins hér í borg," segir í tilkynningu Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins. Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar hyggjast leggja fram þá tillögu í ráðinu á morgun að borgin taki á móti 30 flóttamönnum frá Palestínu sem væntanlegir eru til landsins. Eins og fram hefur komið í fréttum er um að ræða mæður með börn sem dvalið hafa í Írak. Hugmyndir voru uppi um að fólkið settist að á Akranesi en fram hefur komið í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, formanns félagsmálaráðs Akraness, að ekki sé rétt að taka á móti flóttafólki þangað. Í tilkynningu frá fulltrúum minnihlutans í borginni er enn fremur bent á að Magnús Þór hafi lagt til að flóttamönnunum yrði hjálpað á heimavelli. „Hann og aðra þarf kannski að upplýsa að þessi hópur eins og aðrir flóttamannahópar Sameinuðu þjóðanna hafa ekki möguleika á að setjast að í sínu heimalandi," segir í tilkynningunni. Vegna þessa muni fulltrúar flokkanna þriggja í borgarstjórn leggja til á fundi velferðarráðs á morgun að Reykjavík bjóði þennan hóp velkominn. Mjög góð reynsla hafi verið af komu tveggja hópa einstæðra mæðra til Reykjavíkur, en þeir hafi komið frá Kólumbíu á síðustu þemur árum. „Það er mat okkar að ekki sé leggjandi á flóttafólk að flytjast í bæjarfélag þar sem formaður félagsmálaráðs er á móti komu þeirra og vinnur opinberlega gegn dvöl þeirra þar. Það er trú okkar að þó svo sömu flokkar stýri málum í Reykjavík og á Akranesi, þá verði önnur afstaða tekin til málsins hér í borg," segir í tilkynningu Samfylkingarinnar, Vinstri - grænna og Framsóknarflokksins.
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira