Fótbolti

Vogts: Verður erfitt fyrir Skotana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berti Vogts, landsliðsþjálfari Asera.
Berti Vogts, landsliðsþjálfari Asera. Nordic Photos / AFP
Berti Vogts, landsliðsþjálfari Asera, var ánægður með sína menn sem gerðu 1-1 jafntefli við Ísland á Laugardalsvellinum í kvöld.

Hann sagðist þekkja vel til íslenska landsliðsins á blaðamannafundi eftir leik í kvöld en hann er fyrrum þjálfari skoska landsliðsins.

„Þetta var nokkuð erfitt fyrir íslenska liðið í kvöld. Við vorum góðir á boltanum og spiluðum honum vel á milli manna. Ég var ánægður með mína menn í fyrri hálfleik en við spiluðum verr í þeim síðari. Íslendingar unnu flest návígi og voru kröftugri. Enda var okkur refsað fyrir það með jöfnunarmarkinu."

„Íslendingar eru með mjög hættulegt lið. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og ég hef trú á því að það verður erfitt fyrir Skotana að koma hingað," sagði Vogts en Skotland er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×