Óvíst hvenær aðvörunarskilti koma upp í Reynisfjöru Nanna Hlín skrifar 25. ágúst 2008 12:51 Frá Reynisfjöru. Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Enn eru engin skilti komin í Reynisfjöru þar sem ferðamenn hafa oft verið hætt komin síðustu ár. Vinna við upplýsinga- og viðvörunarskilti er þó í bígerð að sögn Sveins Pálssonar sveitastjóra. Hann vill þó engin loforð gefa um hvenær aðvörunarskilti komi upp í fjörunni. Ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru síðastliðinn föstudag þegar þeir óðu út í sjó til að reyna að bjarga hval sem hafði rekið á land. „Það á eftir að útfæra framkvæmdina að þessu og tala við landeigendur," segir Sveinn. „ Sveitafélagið sem og aðilar úr ferðageiranum, ferðamálastofa og slysavarnarfélagið hafa lýst sig viljuga til þess að taka á málinu í sameiningu." Sveinn segir framkvæmdina flóknari en við fyrstu sýn „ Það þarf að ákveða hvað standi á skiltinu og hvar það eigi að vera. Við viljum ekki bara setja upp varnarskilti heldur er verið að vinna með þá hugmynd að setja upp almennt upplýsingaskilti um náttúrufar á svæðinu og á því verður svo aðvörun," segir Sveinn en nú eru engin upplýsingaskilti að finna við Reynisfjöru. Samkvæmt upplýsingum frá Sveini eru landeigendur að Reynisfjöru fjölmargir jafnvel þótt ekki sé um stórt svæði að ræða. Ekki er hægt að setja upp skilti án þeirra samþykkis en verið er að undirbúa fund með þeim. „Það er ekki þannig að ég geti keyrt út í sveit og sest inn í eldhús hjá þeim og leyst málin heldur er um marga aðila að ræða sem þarf að funda með," segir Sveinn. Sveinn segir Reynisfjöru vera vinsælan ferðamannastað og vindsældir fjörunnar hafi aukist í samræmi við aukinn ferðamannastraum til landsins. Ferðamenn leggja leið sína þangað allan ársins hring þó mesta umferðin sé á sumrin. „ Þetta er í kortinu hjá útlendingum, þeir hafa ströndina í hávegum. Vegurinn í Reynisfjöru er einnig greiður og betri en til dæmis út í Dyrhóley sem er einnig vinsæll ferðamannastaður." Oftast er um erlenda ferðamenn að ræða sem gera sér ekki grein fyrir hættunni í Reynisfjöru að sögn Sveins. Hann bendir á að aðstæður séu mjög misjafnar þar, vegna breytileika fjörunnar sé mishættulegt að vera þar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira