Handbolti

Tap fyrir Pólverjum

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði í kvöld lokaleiknum sínum í undankeppni HM þegar það lá 33-32 fyrir Pólverjum.

Liðið hafnar þar með í þriðja sæti riðilsins en þegar í gær var ljóst að liðið næði ekki toppsætinu í riðlinum þegar það tapaði fyrir Slóvökum.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Dagný Skúladóttir voru atkvæðamestar hjá íslenska liðinu með níu mörk hvor og Berglind Íris Hansdóttir fór á kostum í íslenska markinu og varði 19 skot, þar af tvö víti.

Markvörðurinn Berglind Íris var valin besti leikmaður mótsins og Hanna Guðrún Stefánsdóttir var markahæst, með 42 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×