Eiður Smári: Engar afsakanir 10. apríl 2008 10:30 Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður. Spænski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sat fyrir svörum í sjónvarpsþættinum Revista á Sky sjónvarpsstöðinni í gær. Þar talaði hann m.a. um vandræðin á liði Barcelona í vetur og möguleika þess á að vinna titla í vor. Smelltu hér til að sjá viðtalið við Eið Smára. Barcelona hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarnar vikur og hefur farið illa með góð tækifæri til að komast upp að hlið Real Madrid á toppnum. "Í hvert sinn sem við höfum komist á hæla Real höfum við klikkað á því að nýta okkur það. Real hefur á sama hátt fengið tækifæri til að stinga af, en það hefur heldur ekki tekist. Svo má nefna lið eins og Villarreal, sem er að gera góða hluti þó enginn tali um það. Þeir sýndu það þegar þeir komu á Nou Camp og lögðu okkur," sagði Eiður. "Við verðum bara að reyna að vinna stöðugleika og reyna að vera taplausir það sem eftir lifir af deildarkeppninni. Þá eigum við ef til vill möguleika á titlinum." Möguleikar í Meistaradeildinni Barcelona sló Schalke út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og Eiður telur að kannski sé Meistaradeildin líklegasti vettvangur liðsins til að vinna titil í vor. "Fólk sér meiri möguleika fyrir okkur í Meistaradeildinni en í deildinni n´na. En hver veit, þetta gæti allt verið búið að breytast í næstu viku ef við náum að saxa á forskot Real í deildinni. Það getur þó vel verið að við eigum mesta möguleika í Evrópukeppninni, þó það sé vissulega erfið keppni." Meiðsli eru ekki afsökun Meiðsli hafa vissulega sett strik í reikninginn hjá Barcelona í vetur þar sem helstu stórstjörnur liðsins hafa misst úr marga leiki. Eiður vill ekki meina að það sér lögmæt afsökun til að útskýra erfiðleika Barcelona. "Við ættum að vera með leikmannahóp sem getur staðið af sér meiðsli, en við höfum átt það til að misstíga okkur í deildinni, en á tíðum sem við hefðum átt að vera setja pressu á Real - settu þeir einmitt meiri pressu á okkur. Það er ódýrt að kenna meiðslum um þessi vandræði okkar, því við höfum alveg tapað leikjum með okkar sterkasta lið líka. Það eru einhverjar aðrar ástæður að baki," sagði Eiður.
Spænski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Enski boltinn Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Enski boltinn Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Enski boltinn Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Enski boltinn Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Fótbolti „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Íslenski boltinn Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Sjá meira