Íslenski boltinn

Yfirlýsing frá Valsmönnum

Knattspyrnudeild Vals gaf í dag frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Bjarna Guðjónssonar á Vísi í gærkvöld eftir að hann gekk í raðir KR.

Bjarni sagði í samtali við Vísi að honum hefðu boðist hærri laun hjá Val en hjá KR, en sagði KR einfaldlega hafa verið fyrsta kost hjá sér í stöðunni.

Knattspyrnudeild Vals hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á heimasíðu félagsins.

"Vegna þeirra ummæla sem höfð eru eftir Bjarna Guðjónssyni á visir.is um að hann hefði fengið meiri pening ef hann hefði tekið tilboði Vals vill Knattspyrnudeild Vals taka fram að Valur dró tilboð sitt í leikmanninn til baka vegna óhóflegra launakrafna leikmannsins, sem voru miklu mun hærri en Valur hefur haft vilja eða getu til að greiða og mun hærri en áður hefur þekkst hér á landi. Knattspyrnudeild Vals óskar leikmanninum velfarnaðar í nýju starfi hjá KR."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×