Íslenski boltinn

Afrískir knattspyrnustrákar í KR búningum

KR-ingar í Malaví
KR-ingar í Malaví

Það finnast KR-ingar víðar en í Vesturbænum. Skólaliðið í bænum Chirombo í Afríkuríkinu Malaví fékk til að mynda nýverið nokkra KR búninga að gjöf frá velviljuðum KR-ingum sem heimsóttu bæinn í vetur.

Bærinn Chitombo er í Monkey Bay héraði en þar hafa Íslendingar unnið að þróunaraðstoð undanfarin misseri.

Krakkarnir í Chirombo eru afar áhugasamir um knattspyrnu en skortir nauðsynleganoft útbúnað

Strákarnir í skólaliði Chirombo skarta KR búningum sínum þegar þeir keppa við skólalið úr nágrenninu. Ekki fylgir hins vegar sögunni hvort gengi þeirra undanfarið sé betra eða verra en kollega þeirra í Frostaskjólinu undanfarið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hinu afrísku KR-inga. Með þeirm á myndinni eru Glúmur Baldvinsson og Guðbrandur Þorkelsson en þeir starfa báðir við þróunaraðstoðina í Monkey Bay.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×