Juventus hefur fengið króatíska landsliðsmanninn Dario Knezevic frá Livorno. Þessi sterki varnarmaður var á leið til Torino en rétt áður en ganga frá sölunni þá skarst Juventus í leikinn og krækti í Knezevic.
Talið er að hann muni koma á láni í eitt ár og Juventus fái síðan forkaupsrétt á honum. Knezevic lék þrjá leiki með Króatíu á Evrópumótinu, gegn Austurríki, Þýskalandi og Póllandi.
Juventus hefur einnig krækt í sænska leikmanninn Olof Mellberg sem kom á frjálsri sölu.