Fótbolti

Hareide hefði valið Veigar Pál í norska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs. Nordic Photos / AFP

Ef Veigar Páll Gunnarsson væri norskur ríkisborgari ætti hann heima í norska landsliðinu, segir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Noregs.

Þetta kemur fram á Nettavisen í dag en í greininni er fullyrt að Veigar Páll sé ein helsta ástæða þess að Stabæk tróni á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

„Auðvitað hefði hann verið í hópnum," sagði Hareide í samtali við Nettavisen. „Hann hefði líka fengið að spila einhverja leiki," bætti hann við.

Spurður hvort að hann óski sér þess að Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, velji hann ekki í landsliðið sem mætir Norðmönnum í byrjun næsta mánaðar sagði Hareide að hann óski fyrst og fremst Veigar Páli allt hið besta.

„Allir góðir fótboltamenn vilja fá að spila fyrir hönd sinnar þjóðar," sagði hann og bætti við að það byggi mikið í íslenska landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×