Lífið

Árni Tryggvason snýr aftur á svið

Árni Tryggvason leikari.
Árni Tryggvason leikari. MYND/Alda Lóa

Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar Árni Tryggvason snýr aftur á leiksvið í kvöld þegar gamanleikurinn Fló á skinni verður frumsýndur hjá Leikfélagi Akureyrar. Árni og Þráinn Karlsson skipta á milli sín hlutverkinu sem Árni kallar „lítið innskotshlutverk" í verkinu. Hann segir hlutverkið hafa komið til þegar Þráinn veiktist og hann hafi hlaupið í skarðið.

Árni segir að sýningin í kvöld leggist vel í sig; „Það er orðið langt síðan ég var á sviði síðast og ég vildi vita hvað ég gæti."

Nú þegar er uppselt á 24 þeirra 40 sýninga sem komnar eru í sölu. Verkið hefur áður verið sett upp tvisvar sinnum í Reykjavík við geysimiklar vinsældir, fyrst árið 1973 og svo 1989.

Árni sem fagnaði 84. afmælisdegi sínum í janúar segir að hlutverkið boði þó ekki endurkomu hans á leiksvið.

„Það getur vel verið að þetta verði bara mitt síðasta verk," sagði Árni að lokum og hló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.