Fótbolti

Boruc í tveggja leikja landsliðsbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Artur Boruc, landsliðsmarkvörður Pólverja og leikmaður Celtic í Skotlandi.
Artur Boruc, landsliðsmarkvörður Pólverja og leikmaður Celtic í Skotlandi. Nordic Photos / AFP

Artur Boruc og tveir aðrir leikmenn pólska landsliðsins hafa verið settir í tveggja leikja bann með landsliðinu af pólska knattspyrnusambandinu.

Hinir tveir eru Daruisz Dudka og Radoslaw Majewski og munu þremenningarnir missa af leikjum Pólverja við Slóveníu og San Marínó í upphafi næsta mánaðar en þeir eru liður í undankeppni HM 2010.

Pólska knattspyrnusambandið gaf út enga opinbera ástæðu fyrir þessu en Leo Beenhakker, landsliðsþjálfari, sagði að það væri vegna óábyrgar hegðunar þeirra.

Pólskir fjölmiðlar halda því fram að þremenningarnir hafi farið út á lífið og hellt sig fulla eftir að Pólland tapaði fyrir Úkraínu í vináttulandsleik í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×