Bönkum fækkar í kreppunni Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 26. desember 2008 18:53 13 danskir og 25 bandarískir bankar hafa horfið af sjónarsviðinu á árinu. Óttast er að fleiri séu í hættu á nýju ári. Fjármálakreppan hefur heldur betur tekið til í danska bankageiranum í ár. 13 fjármálastofnanir misstu sjálfstæði sitt á árinu og óttast er að það sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Um 140 fjármálastofnanir eru í Danmörku í dag en talið er líklegt að smæstu stofnanirnar, sem eru með 5 til 10 starfsmenn, sjái sig knúnar til að sameinast vegna strangari lagasetningu um fjármálastofnanir. Þá er einnig talið að lánsfjárkrísan verði ekki til að auðvelda sölu eða sameiningaráform á fjármálastofnunum, líkt og FIH Erhversbank, sem er í eigu íslenska ríkisins. Því gæti komið upp sú staða að fleiri bankar muni falla. Í Bandaríkjunum hafa 25 bankar fallið á árinu. Um 15 ár eru síðan yfirvöld þar í landi hafa lokað jafn mörgum bönkum. Fall Lehman Brothers í september síðastliðnum er talið hafa valdið dómínóáhrifum á fjármálastofnanir víða um heim, m.a. hér á landi. Yfirvöld óttast þá að 200 bankar til viðbótar séu í hættu og þurfi aðstoð úr hjálparsjóðnum sem settur var á stofn í september sl. Í upphafi var sjóðurinn 700 milljarðar en nú eru 350 milljarðar eftir. Haft hefur verið eftir þingmönnum að ekki verði lánað úr sjóðnum nema að trygging fáist fyrir því að féð verði notað til útlána. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
13 danskir og 25 bandarískir bankar hafa horfið af sjónarsviðinu á árinu. Óttast er að fleiri séu í hættu á nýju ári. Fjármálakreppan hefur heldur betur tekið til í danska bankageiranum í ár. 13 fjármálastofnanir misstu sjálfstæði sitt á árinu og óttast er að það sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Um 140 fjármálastofnanir eru í Danmörku í dag en talið er líklegt að smæstu stofnanirnar, sem eru með 5 til 10 starfsmenn, sjái sig knúnar til að sameinast vegna strangari lagasetningu um fjármálastofnanir. Þá er einnig talið að lánsfjárkrísan verði ekki til að auðvelda sölu eða sameiningaráform á fjármálastofnunum, líkt og FIH Erhversbank, sem er í eigu íslenska ríkisins. Því gæti komið upp sú staða að fleiri bankar muni falla. Í Bandaríkjunum hafa 25 bankar fallið á árinu. Um 15 ár eru síðan yfirvöld þar í landi hafa lokað jafn mörgum bönkum. Fall Lehman Brothers í september síðastliðnum er talið hafa valdið dómínóáhrifum á fjármálastofnanir víða um heim, m.a. hér á landi. Yfirvöld óttast þá að 200 bankar til viðbótar séu í hættu og þurfi aðstoð úr hjálparsjóðnum sem settur var á stofn í september sl. Í upphafi var sjóðurinn 700 milljarðar en nú eru 350 milljarðar eftir. Haft hefur verið eftir þingmönnum að ekki verði lánað úr sjóðnum nema að trygging fáist fyrir því að féð verði notað til útlána.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira