Lífið

Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR

Skólalíf skrifar
Árni Freyr segir busaball MR hafa farið vel fram, og telur áfengisneyslu blessunarlega hafa verið með minnsta móti - sérstaklega meðal yngstu nemenda.
Árni Freyr segir busaball MR hafa farið vel fram, og telur áfengisneyslu blessunarlega hafa verið með minnsta móti - sérstaklega meðal yngstu nemenda.
Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi á svo stóru balli. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, segist í samtali við Skólalíf ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi jafnframt verið ánægð.

Hann segir mikið forvarnastarf hafa verið unnið í aðdraganda ballsins, sem hafi svo skilað sér í minni ölvun. Sérstaklega hafi nýnemar við skólann verið til fyrirmyndar, og helst eldri nemendur sem hafi mætt fullir á ballið.

Ballið var haldið á Broadway og var með rave-þema, en Árni segir að tæplega tólfhundruð manns hafi sótt ballið. Ballið markaði tímamót fyrir þær sakir að þar beittu forvarnarfulltrúar áfengismælum á nemendur í fyrsta sinn í sögu skólans.

„Það var einhver mælanotkun í gangi, og það gekk bara vel,“ segir Árni. Hann segir þó minna hafa borið á mælunum en hann hafi búist við og þeim hafi verið beitt skynsamlega.

Aðspurður hvort engin átök hafi verið um fyrirætlanir skólastjórnar að beita mælum á ballinu segir Árni svo ekki vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.