Fótbolti

Casillas: Enginn tími fyrir Kaka og Ronaldo að aðlagast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Iker Casillas, markvörður og Real Madrid.
Iker Casillas, markvörður og Real Madrid. Mynd/AFP

Iker Casillas, markvörður Real Madrid, segir að kröfurnar á liðið séu svo miklar að nýir leikmenn fái engan tíma til þess að aðlagast. Hann viðurkennir jafnframt að hann sem og aðrir leikmenn spænska liðsins séu enn að átta sig á því hvernig best sé að spila með þeim Kaka og Cristiano Ronaldo.

„Liðið er enn að aðlagast og við erum að læra inn á hvern annan. Það er samt enginn tími til slíks hjá félagi eins og Real Madrid þar sem hver dagur kallar á einhverja gagnrýni," sagði Casillas á heimasíðu félagsins. Real Madrid hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu þannig að það er ekki hægt að segja annað en aðlögunin gangi vel.

„Við leikmennirnir þurfum samt að læra inn á hvern annan. Kaka og Cristiano eru góðir en við þurfum samt að átta okkur á því hvernig þeir vilja fá boltann og hvernig þeir senda boltann frá sér," sagði Casillas og þótt að hann sé í markinu þá finnst honum þetta eiga líka við sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×