Handbolti

Þriðji sigur HK í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Hjaltested skoraði sex mörk fyrir HK í kvöld.
Ragnar Hjaltested skoraði sex mörk fyrir HK í kvöld. Mynd/Arnþór

HK-menn hækkuðu sig um tvö sæti og komust upp í 4. sætið með öruggum heimasigri á Gróttu, 32-22, í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur HK í röð í deild og bikar en eins annar sigur liðsins á Gróttu í vetur.

HK-menn tóku frumkvæðið í lok fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12. HK byrjaði síðan seinni hálfleikinn af sama krafti og náði strax sjö marka forustu með því að skora þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins.

Gróttumenn komust oft lítið áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna þar sem Vilhelm Gauti Bergsveinssson og Bjarki Már Gunnarsson voru í fanta formi í henni miðri. Sveibjörn Pétursson varði síðan mjög vel í HK-markinu.

Munurinn var á endanum tíu mörk en minni spámenn fengu að spreyta sig á lokakafli leiksins.

Valdimar Þórsson skoraði 7 mörk fyrir HK þar af 6 þeirra í seinni hálfleik en næstur honum komu Ragnar Hjaltested og Jón Björgvin Pétursson með 6 mörk hvor.

Anton Rúnarsson skoraði 7 mörk fyrir Gróttu en þurfti til þess 21 skot. Hjalti Pálmason var með sex mörk.

Tölfræðin:

HK-Grótta 32-22 (16-12)

Mörk HK (Skot): Valdimar Þórsson 7/2 (11/2), Jón Björgvin Pétursson 6 (7), Ragnar Hjaltested 6/1 (9/2), Ólafur Víðir Ólafsson 5/1 (8/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (4), Atli Ævar Ingólfsson 2 (3), Hákon Bridde 2 (4), Bjarki Már Elísson 1 (2), Hlynur Magnússon (3), Bjarki Már Gunnarsson (1),  Halldór Stefán Haraldsson (1).

Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 18 (af 38/1), Lárus Helgi Ólafsson 5 (af 7)

Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Jón Björgvin 3, Hákon 2, Bjarki, Ragnar)

Vítanýting: 4 af 6

Fiskuð víti: Ragnar 3, Atli 3, Jón Björgvin.

Brottvísanir: 2 mínútur

Mörk Gróttu (Skot): Anton Rúnarsson 7/1 (21/1), Hjalti Pálmason 6 (16), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Arnar Freyr Theodorsson 2 (5), Jón Karl Björnsson 2 (5/1), Finnur Ingi Stefánsson 2 (6), Árni Benedikt Árnason 1 (5)

Varin skot: Gísli Guðmundsson 7 (af 22/3), Magníús Sigmundsson 5/1 (af 18/2), Einar Rafn Ingimarsson 1 (af 5)

Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Jón Karl, Finnur)

Vítanýting: 1 af 2

Fiskuð víti: Anton, Hjalti.

Brottvísanir: 6 mínútur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×