Tek hatt minn ofan fyrir dómstólum Breki Logason skrifar 22. október 2009 17:56 Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir föður sem hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota barnunga dóttur sína og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að um tímamótadóm sé að ræða og segir dómstóla hafa staðist prófið með glans. Sönnunarbyrði í málum sem þessum sé oft erfið en Hæstiréttur hafi tekið á málinu af mikilli fagmennsku. Bragi segir að dómurinn sé einsdæmi á Íslandi fyri þær sakir að þarna er sakborningur dæmdur fyrir brot gegn kornungu barni sem gat tjáð sig mjög takmarkað munnlega þegar ákært var. Hann segir að óyggjandi læknisfræðileg sönnunargögn hafi ekki legið fyrir en samt sem áður hafi dómari komist að því að að tjáning barnsins sé hafin yfir allan vafa. „Þetta er mjög fágætt og ekki bara tímamót hér á landi, heldur held ég að það sé óvíða hægt að finna sambærilegan dóm erlendis. Í þessu máli sýna dómstólar og réttarvörslukerfið að það getur tekist á við afskaplega flókin og erfið mál þar sem svo ung börn eiga hlut að máli. Þetta er gert af þvílíkri fagmennsku og ég bara tek hatt minn ofan fyrir þeim," segir Bragi sem þekkir til málsins í gegnum starf sitt. Stúlkan var einungis tveggja og hálfs árs þegar brotin áttu sér stað en Bragi segir einnig athyglisvert að dómurinn sé þyngdur úr tveimur upp í fimm ár. „Það er mjög fátítt að refsing sé meira en tvöfölduð. Í þessu tilviki er Hæstiréttur mög öruggur um sekt mannsins og notar refsirammann til hins ítrasta." Tengdar fréttir Dómur barnaníðings þyngdur um þrjú ár Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur hans. Brotin áttu sér stað á tímabilinu september 2007 til nóvember 2008. 22. október 2009 16:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í dag dóm yfir föður sem hafði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að misnota barnunga dóttur sína og dæmdi hann í fimm ára fangelsi. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu segir að um tímamótadóm sé að ræða og segir dómstóla hafa staðist prófið með glans. Sönnunarbyrði í málum sem þessum sé oft erfið en Hæstiréttur hafi tekið á málinu af mikilli fagmennsku. Bragi segir að dómurinn sé einsdæmi á Íslandi fyri þær sakir að þarna er sakborningur dæmdur fyrir brot gegn kornungu barni sem gat tjáð sig mjög takmarkað munnlega þegar ákært var. Hann segir að óyggjandi læknisfræðileg sönnunargögn hafi ekki legið fyrir en samt sem áður hafi dómari komist að því að að tjáning barnsins sé hafin yfir allan vafa. „Þetta er mjög fágætt og ekki bara tímamót hér á landi, heldur held ég að það sé óvíða hægt að finna sambærilegan dóm erlendis. Í þessu máli sýna dómstólar og réttarvörslukerfið að það getur tekist á við afskaplega flókin og erfið mál þar sem svo ung börn eiga hlut að máli. Þetta er gert af þvílíkri fagmennsku og ég bara tek hatt minn ofan fyrir þeim," segir Bragi sem þekkir til málsins í gegnum starf sitt. Stúlkan var einungis tveggja og hálfs árs þegar brotin áttu sér stað en Bragi segir einnig athyglisvert að dómurinn sé þyngdur úr tveimur upp í fimm ár. „Það er mjög fátítt að refsing sé meira en tvöfölduð. Í þessu tilviki er Hæstiréttur mög öruggur um sekt mannsins og notar refsirammann til hins ítrasta."
Tengdar fréttir Dómur barnaníðings þyngdur um þrjú ár Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur hans. Brotin áttu sér stað á tímabilinu september 2007 til nóvember 2008. 22. október 2009 16:31 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Dómur barnaníðings þyngdur um þrjú ár Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur hans. Brotin áttu sér stað á tímabilinu september 2007 til nóvember 2008. 22. október 2009 16:31