Erlent

Argandi módel

Ofurfyrirsætan Tyra Banks stjórnar þáttunum.
Ofurfyrirsætan Tyra Banks stjórnar þáttunum.
Sex konur slösuðust í upphlaupi sem varð í New York í gær þegar þúsundir kvenna söfnuðust saman í von um að verða valdar til þáttöku í næstu sjónvarpsþáttaröð American Next Top Model. Það er fyrrverandi ofurfyrirsætan Tyra Banks sem stjórnar þáttunum.

Upphlaupið varð þegar bíll sem reykur gusaðist úr stoppaði við biðröðina og einhver hrópaði eldur. Margar kvennanna lögðu á flótta og gatan var þakin fötum, skóm, og fylgihlutum. Það voru einnig skildir eftir svefnpokar þar sem sumar konurnar sváfu fyrir framan skrifstofuna til þess að verða með þeim fyrstu inn. Vali á þáttakendum var frestað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×