Bandaríska hjólreiðagoðsögnin Lance Armstrong var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa dottið illa í keppni á Spáni.
Hinn 37 ára gamli Armstrong var einn nokkurra hjólreiðamanna sem flæktust saman og duttu um 12 kílómetra frá markinu og kenndi Bandaríkjamaðurinn sér meins í öxlinni. Talsmaður Armstrong segist óttast að viðbein hans sé skaddað.
Armstrong er sjöfaldur sigurvegari í Frakklandshjólreiðunum og ætlaði upphaflega að hætta keppni eftir mótið árið 2005, en hann hefur ákveðið að snúa aftur og stefnir á að vera með á Tour de France í ár.