Hnefaleikamaðurinn Nenad Stankovic frá Serbíu hefur tilkynnt þarlendum fjölmiðlum að hann muni mæta sjálfum „Iron" Mike Tyson í hringnum á Marakana-leikvanginum í Belgrad 20. desember á þessu ári.
Bardaginn mun samkvæmt hinum 32 ára gamla Stankovic verða háður undir hnefaleikasambandinu-UBO (Universal Boxing Organization) og sigurvegarinn verður krýndur þungavigtameistari.
Ekkert hefur þó heyrst um staðfestingar á bardaganum úr herbúðum hins 43 ára gamla Tyson, sem hefur ekki stigið í hringinn síðan hann tapaði gegn Kevin McBride árið 2005.