Innlent

Guðni gefur kost á sér fyrir Framsókn

Guðni Ragnarsson, búfræðingur og kúabóndi á Guðnastöðum.
Guðni Ragnarsson, búfræðingur og kúabóndi á Guðnastöðum.
Guðni Ragnarsson, búfræðingur og kúabóndi á Guðnastöðum, hefur ákveðið að kefa kost á mér í 4. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

,,Ég vil taka þátt í uppbyggingu betra samfélags með hugsjónum framsóknarflokksins að leiðarljósi. Ég tel mjög mikilvægt að fólk úr öllum stöðum og stéttum taki þátt í uppbyggingu Íslands.," segir í tilkynningu.

Guðni er fæddur og uppalinn á Guðnastöðum. Hann er giftur Arnheiði Dögg Einarssdóttur og á þrjá syni.

,,Ég hef unnið töluvert í félagsmálum, starfað 16 ár í flokknum og hef meðal annars verið í stjórn Fuf Árnesýslu, formaður í framsóknarfélaginu í Rangárvallarsýslu, hef verið miðstjórnarmaður í þó nokkur ár og af öðrum vetvangi hef ég verið formaður Ungmennafélags Dagsbrúnar og er Sóknarnefndarformaður Krosssóknar.

Ég er viss um að ég geti gert landi og þjóð gagn með þessu framboði mínu. Eitt aðal markmið mitt er vinna fyrir alla og öflug uppbygging landsbyggðarinnar. Einnig að við stöndum vörð um landsins gæði og sjáflbærni Íslensks samfélags," segir í tilkynningu Guðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×