Lífið

Varalitaðir og ómálaðir busar: Þurftu ekki að blása á Kvennóballi

Skólalíf skrifar
Plötusnúðurinn Danni Deluxe hélt uppi stuðinu á busaballi Kvennó.
Plötusnúðurinn Danni Deluxe hélt uppi stuðinu á busaballi Kvennó.
Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig.

Ballið var haldið á miðvikudegi í byrjun september á Nasa. Að sögn Sindra markaði ballið hápunkt busaviku skólans, þar sem busunum var gert að fylgja ákveðnum reglum til að vígja þá inn í skólann.

„Í þrjá daga giltu reglur sem busarnir áttu að fylgja, til dæmis að ganga meðfram veggjum, strákarnir voru með varalit og stelpurnar ómálaðar,“ segir Sindri.

Hann segir nemendur skólans ekki hafa þurft að blása í áfengismæli á ballinu og það standi ekki sérstaklega til. Hann bætir þó við að nemendafélagið taki skýrt fram að ölvun ógildi alla miða. Hann segir ballið hafa farið vel fram og allir skemmt sér konunglega. Þá hafi fáir þurft að heimsækja dauðaherbergið.

„Kvennó er mjög lítill skóli og hagar sér vel hvert sem hann fer, svo það hefur aldrei verið nauðsyn fyrir svona mæla á okkar böllum. Þetta gæti þó verið skref í rétta átt á stóru böllunum og fyrir nýnemana,“ segir Sindri. Hann segist einkum hafa áhyggjur af því að áfengismælar gætu farið illa í eldri nemendur skólans.


Tengdar fréttir

Allir busar látnir blása á Verzlóballi

Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum.

Frábær busavika í Kvennó

Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa.

Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR

Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.