Handbolti

HM: Frakkar með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Dinart, varnarmaðurinn sterki, ræðir við dómara leiksins gegn Ungverjum í kvöld.
Didier Dinart, varnarmaðurinn sterki, ræðir við dómara leiksins gegn Ungverjum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Ólympíumeistarar Frakkland undirstrikuðu styrkleika sinn í kvöld er liðið vann sigur á Ungverjum, 27-22, í A-riðli á HM í handbolta í Króatíu. Staðan í hálfleik var 13-8.

Frakkar unnu því alla leiki sína í riðlakeppninni nokkuð örugglega og fara inn í millriðlakeppnina með fjögur stig.

Fyrr í dag vann Slóvakía sigur á Rúmeníu, 28-23, og tryggði sér þar með sæti í milliriðlakeppninni en Ungverjar voru þegar öruggir með sæti þar.

Þar sem Ungverjar og Slóvakar gerðu jafntefli í sínum leik fara bæði lið með eitt stig með sér í milliriðlakeppnina. Liðin voru einnig með jafnt markahlutfall en Slóvakar náðu öðru sæti riðilsins þar sem þeir skoruðu fleiri mörk en Ungverjar í riðlakeppninni.


Tengdar fréttir

HM-samantekt: Óvænt tap Norðmanna

Norðmenn naga sig í handarbökin í kvöld eftir að þeir töpuðu óvænt fyrir Serbíu á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×