Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn 25. nóvember 2009 12:43 Þorbjörg Helga, formaður leikskólaráðs sem nú er í fæðingarorlofi, óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Mynd/GVA BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf.
Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55
BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35