Samfylkingin er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Capacent-Gallup fyrir Ríkisútvarpið. 29,8% landsmanna styðja flokkinn samkvæmt könnuninni.
Þar á eftir koma Vinstri græn með 26,3%, Sjálfstæðisflokkur 23,2%, Framsóknarflokkur 12% og Borgarahreyfingin 6,8%.
Núverandi ríkisstjórnarflokkar fá því 37 af 63 þingmönnum og tryggan meirihluta.
Frjálslyndi flokkurinn fær 1,5% stuðning í könnunni og Lýðræðishreyfingin 0,5%.

