Handbolti

HM-samantekt: Háspenna og óvænt úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ivano Balic og félagar eru komnir í undanúrslit.
Ivano Balic og félagar eru komnir í undanúrslit. Nordic Photos / AFP
Öðrum keppnisdegi í milliriðlakeppni HM í handbolta í Krótatíu lauk í dag og er óhætt að segja að nokkur óvænt úrslit hafi átt sér stað og tveimur leikjum lauk á hádramatískum máta.

Milliriðlarnir tveir eru þó afar ólíkir. Í þeim fyrri eru Frakkar og Króatar í algjörum sérflokki enda hafa bæði lið unnið alla sína leiki til þessa. Þau eru bæði komin áfram í undanúrslit og munu mætast í lokaumferð milliriðlakeppninnar á þriðjudaginn.

Bæði lið munu sjálfsagt leggja meiri áherslu á að hvíla sig í þessum leik fyrir átökin í undanúrslitunum á föstudaginn og verður leikurinn því í sjálfu sér þýðingarlaus. Þeir eru sjálfsagt ófáir sem reikna með því að það verði einmitt Frakkland og Króatía sem mætast í úrslitaleiknum því miðað við úrslit leikjanna í hinum milliriðlinum virðast liðin einfaldlega ekki í sama flokki og hin tvö.

Í seinni milliriðlinum eiga fjögur lið - Danmörk, Þýskaland, Pólland og Noregur - enn möguleika á að komast í undanúrslitin. Lokaumferðin þar verður því æsispennandi eins og sjá má hér að neðan.

Vísir tekur hér saman úrslit dagsins og veltir fyrir sér næstu leikjum. Tvö efstu liðin úr hvorum milliriðli komast áfram í undanúrslit mótsins.

Milliriðill 1:

Úrslit:

Svíþjóð - Ungverjaland 30-31

Suður-Kórea - Frakkland 21-30

Króatía - Slóvakía 31-25

Staðan:

Frakkland 8 stig (+30 í markatölu)

Króatía 8 (+16)

Ungverjaland 3 (-9)

Slóvakía 3 (-12)

Svíþjóð 2 (-6)

Suður-Kórea 0 (-19)

Frétt: Óvænt tap Svía

Frétt: Frakkar í undanúrslit

Frétt: Króatar áfram

Frakkar og Króatar héldu áfram sigurgöngu sinni í dag og eru því örugg áfram í undanúrslitin. Óvæntu úrslitin í þessum riðli var að Ungverjar skyldu vinna Svía en sigurmarkið í leiknum kom undir lokin.

Það er því útlit fyrir að Svíar munu annað hvort spila um annað hvort 7. eða 9. sætið á mótinu þó það sé ekki útilokað að það komi sér í leikinn um 5. sætið.

Suður-Kórea er pikkfast í neðsta sæti riðilsins og hefur því að engu að spila gegn Ungverjum í lokaleiknum. Suður-Kórea mun spila um 11. sætið.

Næstu leikir (þriðjudagur):

15.30 Ungverjaland - Suður-Kórea

17.30 Slóvakía - Svíþjóð

19.30 Frakkland - Króatía

Milliriðill 2:

Úrslit:

Serbía - Pólland 23-35

Noregur - Þýskaland 25-24

Danmörk - Makedónía 32-24

Staðan:

Danmörk 6 stig (+9 í markatölu)

Þýskaland 5 (+16)

Pólland 4 (+8)

Noregur 4 (-2)

Serbía 3 (-12)

Makedónía 2 (-19)

Frétt: Óvænt tap Svía

Frétt: Dramatískur sigur Norðmanna á Þjóðverjum

Frétt: Danir unnu

Frétt: Þjóðverjar brjálaðir - Kraus meiddur

Það er hreint ótrúlegt hvernig þessi riðill hefur þróast. Þjóðverjar hefðu getað tryggt sig áfram með sigri á Norðmönnum í dag en töpuðu leiknum á afar dramatískan máta eins og tíundað er í fréttunum hér að ofan.

Sigur Norðmanna og svo Pólverja fyrr í dag þýðir að bæði þessi lið eru komin með fjögur stig en þau komu bæði stigalaus upp úr riðlakeppninni. Þar með hafa þau bæði tekið fram úr Serbíu og Makedóníu sem eiga enga möguleika á því að komast í undanúrslitin.

Danmörk og Þýskaland komu bæði með fjögur stig upp úr riðlakeppnini og standa enn best að vígi. Þessi tvö lið mætast á þriðjudaginn, sem og Pólland og Noregur. Það verður því æsispennandi lokaumferð á þriðjudaginn.

Danir eru í langbestu stöðunni eins og farið er yfir hér að neðan. Þeir mega helst ekki tapa fyrir Þjóðverjum en geta samt komist áfram ef þeir tapa, svo lengi sem Noregur nær stigi gegn Pólverjum.

Þjóðverjar eru í góðri stöðu líka. Þeir komast áfram með sigri á Dönum og líka þótt liðið geri jafntefli við Dani eða jafnvel tapi fyrir þeim, svo lengi sem úrslit úr leik Póllands og Noregs eru þeim hagstæð (sjá að neðan).

Semsagt - sigurvegarinn úr leik Þýskalands og Danmerkur kemst áfram. Dönum dugir pottþétt jafnteflið.

Hins vegar það ekki öruggt að sigurvegarinn úr leik Póllands og Noregs komist áfram. Sigurvegarinn verður að treysta á hagstæð úrslit úr hinum leiknum. Hins vegar er það ljóst að geri Pólland og Noregur jafntefli kemst hvorugt liðið áfram.

Næstu leikir (þriðjudagur):

14.30 Makedónía - Serbía

16.30 Þýskaland - Danmörk

19.15 Pólland - Noregur

Möguleikar miðað við úrslit:

Þýskaland vinnur Danmörku, Pólland vinnur Noreg:

Þýskaland (7 stig) og Pólland (6 stig*) komast áfram.

* Danmörk einnig með sex stig en tapaði innbyrðisviðureigninni gegn Póllandi.

Þýskaland og Danmörk gera jafntefli, Pólland vinnur Noreg:

Danmörk (7 stig) og Þýskaland (6 stig*) komast áfram.

* Pólland einnig með sex stig en tapaði innbyrðisviðureigninni gegn Þýskalandi.

Danmörk vinnur Þýskaland, Pólland vinnur Noreg:

Danmörk (8 stig) og Pólland (6 stig) komast áfram.

Þýskaland vinnur Danmörku, Pólland og Noregur gera jafntefli:

Þýskaland (7 stig) og Danmörk (6 stig) komast áfram.

Þýskaland og Danmörk gera jafntefli, Pólland og Noregur gera jafntefli:

Danmörk (7 stig) og Þýskaland (6 stig) komast áfram.

Danmörk vinnur Þýskaland, Pólland og Noregur gera jafntefli:

Danmörk (8 stig) og Noregur (5 stig*) komast áfram.

* Þýskaland og Noregur einnig með fimm stig. Noregur er með besta árangurinn innbyrðist í þessum viðureignum.

Danmörk vinnur Þýskaland, Pólland og Noregur gera jafntefliog Serbía vinnur Makedóníu:

Danmörk og Þýskaland (5 stig*) komast áfram.

* Pólland, Noregur og Serbía einnig með fimm stig. Liðin með jafn góðan árangur í innbyrðisviðureignum en Þýskaland með besta markahlutfallið.

Þýskaland vinnur Danmörku, Noregur vinnur Pólland:

Þýskaland (7 stig) og Danmörk (6 stig*) komast áfram.

* Noregur einnig með sex stig en tapaði innbyrðisviðureigninni gegn Danmörku.

Þýskaland og Danmörk gera jafntefli, Noregur vinnur Pólland:

Danmörk (7 stig) og Noregur (6 stig*) komast áfram.

* Þýskaland einnig með 6 stig en tapaði innbyrðisviðureigninni gegn Noregi.

Danmörk vinnur Þýskaland, Noregur vinnur Pólland:

Danmörk (8 stig) og Noregur (6 stig) komast áfram.

Tíu möguleikar:

Danmörk kemst áfram í níu þeirra.

Þýskaland kemst áfram í sex þeirra.

Noregur kemst áfram í þremur þeirra.

Pólland kemst áfram í tveimur þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×