Viðskipti erlent

West Ham í greiðslustöðvun ef það selst ekki

Björgólfur Guðmundsson.
Björgólfur Guðmundsson.

Fari svo að Björgólfi Guðmundssyni takist ekki að selja West Ham fótboltaliðið fyrir sjötta mars næstkomandi eru allar líkur á að liðið verði sett í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í breska blaðinu The Guardian í dag. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðið.

Talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar staðfestir í samtali við Guardian að liðið muni verða sektað um níu stig ef það lendi í greiðslustöðvun. Sem stendur er West Ham í tíundasæti úrvalsdeildarinnar en aðeins 7 stigum á undan botnliðinu West Bromvich Albion.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×