Innlent

Rannsakar styrki til flokka

Tryggvi Gunnarsson
Tryggvi Gunnarsson
Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni.

Okkar viðfangsefni er að skoða rekstur bankanna og þau atriði sem kunna að hafa haft einhver áhrif á hvernig fór með rekstur þeirra og auðvitað munum við huga að því hvort um einhverjar óeðlilegar styrkveitingar hefur verið að ræða sem geta hafa haft einhver áhrif,¿ segir Tryggvi.

Hann tekur þó fram að slík athugun tengist ekki sérstaklega því sem fram hefur komið í fréttum liðinnar viku um tugmilljóna styrki FL Group og Landsbankans til Sjálfstæðisflokksins.

Tryggvi bendir á að athugun nefndarinnar snúi einkum að bönkunum en ekki að eignarhaldsfélögum á borð við FL Group. Þrátt fyrir að þau hafi mörg hver eða flest verið nátengd bönkunum hafi nefndin ekki sama aðgang að gögnum þaðan og úr bönkunum.

Hann segir að ekki hafi verið óskað eftir gögnum um þessi mál sérstaklega vegna fréttaflutnings vikunnar. ¿En upplýsingar um styrki eru meðal þess sem nefndin hefur til skoðunar og bæði óskar og hefur óskað eftir frá bönkunum.

Tryggvi bendir jafnframt á að sérstakur siðfræðihópur starfi á vegum nefndarinnar að því að skoða siðfræðilega hlið mála í aðdraganda hrunsins.

Nefndin hefur einnig óskað eftir upplýsingum um hugsanlegar fyrirgreiðslur banka og fyrirtækja til stjórnmála- og fjölmiðlamanna- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×