Íslenski boltinn

Sverrir í uppskurð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson.
Sverrir Garðarsson.
Sverrir Garðarsson verður frá næstu sex vikurnar eftir að hann gekkst undir uppskurð á ökkla í Svíþjóð fyrir skömmu.

Til stóð að lána Sverri til FH nú í sumar en einhver bið verður á því, samkvæmt heimildum fréttastofu. Málinu er þó ekki lokið enn að hálfu FH og allt eins líklegt að hann spili með félaginu á síðari hluta tímabilsins.

Sverrir er á mála hjá GIF Sundsvall sem leikur í sænsku B-deildinni. Hann hefur ekkert spilað með liðinu í upphafi tímabilsins. Sverrir er nú staddur út í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×