Hæsti styrkur sem Vinstri hreyfingin grænt framboð fékk á árinu 2006 var frá Samvinnutryggingum en hann nam einni milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem VG sendi frá sér í dag. Þar segir að áður en lög um fjármál flokkanna voru samþykkt hafi Vinstri græn unnið eftir eigin reglum að öll fjárframlög yfir 500 þúsund krónum skyldu birt í ársreikningi, þ.e. hver gaf og hversu mikið. Samvinnutryggingar séu eina tilfellið sem þetta hafi átt við um.
