Hlutir í Debenhams falla eftir slæmt uppgjör 17. mars 2009 10:59 Hálfsársuppgjör Debenhams var verra en menn gerðu sér vonir um en það nær til síðustu mánaðarmóta. Sökum þessa féllu hlutir í Debenhams um 12% í morgun, niður í 40,5 pens. Sala verslunarkeðjunnar minnkaði um 3,6% á tímabilinu og telur Debenhams að verslunarumhverfið á Bretlandseyjum verði afar erfitt í náinni framtíð. Í umfjöllun breskra fjölmiðla í morgun kemur fram að áform um hlutafjáraukningu hafa verið lögð á hilluna í bili. Skýrist það af því að ekki náðist samkomulag við helstu viðskiptabanka keðjunnar um að grynnka á 900 milljón punda skuldafjalli sem Debenhams glímir við. Eigendur Debenhams vildu að bankarnir, Lloyds, Royal Bank of Scotland og Barclays, afskrifuðu eitthvað af skuldunum en á móti kæmi nýtt hlutafé inn í keðjuna. Þetta féllust bankarnir ekki á. Fram kom í kynningu á uppgjörinu að Debenhams ætlar þrátt fyrir allt að fjölga störfum hjá sér um 1.200 fram að árslokum 2010 með því að opna átta nýjar verslanir. Baugur á tæplega 7% hlut í Debenhams. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hálfsársuppgjör Debenhams var verra en menn gerðu sér vonir um en það nær til síðustu mánaðarmóta. Sökum þessa féllu hlutir í Debenhams um 12% í morgun, niður í 40,5 pens. Sala verslunarkeðjunnar minnkaði um 3,6% á tímabilinu og telur Debenhams að verslunarumhverfið á Bretlandseyjum verði afar erfitt í náinni framtíð. Í umfjöllun breskra fjölmiðla í morgun kemur fram að áform um hlutafjáraukningu hafa verið lögð á hilluna í bili. Skýrist það af því að ekki náðist samkomulag við helstu viðskiptabanka keðjunnar um að grynnka á 900 milljón punda skuldafjalli sem Debenhams glímir við. Eigendur Debenhams vildu að bankarnir, Lloyds, Royal Bank of Scotland og Barclays, afskrifuðu eitthvað af skuldunum en á móti kæmi nýtt hlutafé inn í keðjuna. Þetta féllust bankarnir ekki á. Fram kom í kynningu á uppgjörinu að Debenhams ætlar þrátt fyrir allt að fjölga störfum hjá sér um 1.200 fram að árslokum 2010 með því að opna átta nýjar verslanir. Baugur á tæplega 7% hlut í Debenhams.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira