Innlent

Magnús Þór: Hefur áhyggjur af dóttur sinni

Magnús Þór Sigmundsson.
Magnús Þór Sigmundsson.

Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður, er faðir Lindu Bjarkar, konunnar sem nú er í haldi lögreglu í Bandaríkjunum. Linda Björk var stöðvuð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada en hún hafði ekki tilskylda pappíra til þess að komast inn í landið. Áður en hún var leidd fyrir dómara tókst henni að sleppa úr varðhaldi og upphófst mikil leit að henni. Hún var aftur handtekin í morgun og situr nú í fangelsi í Clinton sýslu í New York ríki.

„Ég talaði við hana fyrir tveimur dögum og þá minnstist hún ekkert á ferðalög," segir Magnús Þór í samtali við fréttastofu en að hans sögn var Linda Björk þá stödd í Kanada.

Magnús hringdi í morgun í utanríkisráðuneytið til þess að afla sér upplýsinga um málið en án árangurs. „Ég hef áhyggjur af þessu. Þær upplýsingar sem maður hefur af réttarkerfinu í Bandaríkjunum eru ekkert uppörvandi," segir Magnús en hann vill fá að vita hvað bíður Lindu nú eftir að hún hefur verið handtekin. „Maður hefur aldrei séð svona nema í bíómyndum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×