Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 10. júlí 2009 17:27 Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú standa tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. Óli Tynes, fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er staddur á Þingvöllum. „Ég stend hér vinstra megin við hótelið og skálinn með flata þakinu sem er vinstra megin við húsið er hruninn til grunna. Eldurinn hefur borist þaðan í burstahúsin og tvö þeirra standa nú á björtu báli," segir Óli. Reykjarmökkurinn berst marga kílómetra að sögn Óla. Fimm slökkvibílar eru á svæðinu en nú síðast barst aðstoð frá Hveragerði. Einnig hefur verið sendur körfubíll úr Reykjavík svo hægt sé að rjúfa þakið og dæla þaðan. „Þeir hafa nóg vatn úr Þingvallavatni og eru að bæta við slöngum út í vatnið. Það er voða erfitt um vik því eldurinn breiðist innan dyra. Það er voðalega erfitt fyrir þá að ráða við þetta," segir Óli. Greiðlega gekk að koma gestum hótelsins út en eldsupptök liggja ekki fyrir. Tengdar fréttir Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú standa tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. Óli Tynes, fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis er staddur á Þingvöllum. „Ég stend hér vinstra megin við hótelið og skálinn með flata þakinu sem er vinstra megin við húsið er hruninn til grunna. Eldurinn hefur borist þaðan í burstahúsin og tvö þeirra standa nú á björtu báli," segir Óli. Reykjarmökkurinn berst marga kílómetra að sögn Óla. Fimm slökkvibílar eru á svæðinu en nú síðast barst aðstoð frá Hveragerði. Einnig hefur verið sendur körfubíll úr Reykjavík svo hægt sé að rjúfa þakið og dæla þaðan. „Þeir hafa nóg vatn úr Þingvallavatni og eru að bæta við slöngum út í vatnið. Það er voða erfitt um vik því eldurinn breiðist innan dyra. Það er voðalega erfitt fyrir þá að ráða við þetta," segir Óli. Greiðlega gekk að koma gestum hótelsins út en eldsupptök liggja ekki fyrir.
Tengdar fréttir Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45
Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41
Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33
Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01