Framboðsræða Snorra í Valhöll - myndband 25. mars 2009 15:05 Meðframbjóðendur Snorra höfðu greinilega gaman af ræðunni. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér. Kosningar 2009 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira