Íslenski boltinn

Andri Ólafsson: Þarf kraftaverk til að vinna FH

Ellert Scheving skrifar
Andri Ólafsson.
Andri Ólafsson. Mynd/Daníel

“Við lögðum upp með að taka fast á þeim sem við gerðum ekki alveg, það var uppleggið í kvöld," sagði Andri Ólafsson eftir leikinn í kvöld gegn FH

Gauti Þorvarðarson fékk að líta rauða spjaldið í kvöld en fannst Andra FH-ingar fá að njóta vafans hjá Þóroddi í kvöld?

“Mér er skítsama það eru allir dómarar jafngóðir og jafnlélegir í þessari deild. Við lendum stundum undir í dómgæslu eins og allir aðrir.”

Andri er þó bjartsýnn á næstu verkefni.

“Við verðum að vera bjartsýnir ég held að það sé nokkuð öruggt að við vorum að spila við besta lið á Íslandi í dag og það þarf líklegast kraftaverk til að vinna þá en við munum taka þá í bikarnum í næstu viku.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×