Gagnrýna leynd um verðmat bankaeigna 24. apríl 2009 05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýna að þeir og almenningur hafi ekki fengið að sjá upplýsingar um verðmat þeirra eigna sem fluttar voru úr þrotabúum gömlu bankanna til að mynda efnahag þeirra nýju. Sigmundur segir að upplýsingum um raunverulegt ástand mála í þjóðfélaginu sé haldið frá almenningi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte lauk bráðabirgðaverðmati á bönkunum þremur fyrir viku. Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins segir að í skýrslunni sé of mikið af verðmyndandi upplýsingum til að hægt sé að birta hana opinberlega að sinni. Til stendur að kynna skýrsluna fulltrúum bankanna, skilanefndum gömlu bankanna, kröfuhöfum og öðrum samningsaðilum. Að því loknu verður haldinn fundur sem opinn verður breiðari hópi kröfuhafa. Upphaflega stóð til að upplýsingarnar lægju fyrir opinberlega um miðjan apríl. Sigmundur Davíð segir undarlegt að það hafi ekki staðist. „Ríkisstjórnin virðist ekki ætla sér að upplýsa þjóðina um raunverulegt ástand efnahagsmála fyrir kosningar," segir hann. „Þetta er nátengt því." Hann segir að þótt í skýrslunni séu eflaust verðmyndandi upplýsingar mætti birta almenningi heildarniðurstöðuna án þess að greina frá einstökum lánum eða mati á tilteknum fyrirtækjum. „Það eru aðalupplýsingarnar. Þær segja okkur hvernig menn meta ástandið hérna næstu mánuðina vegna þess að það gefur til kynna hversu mikið menn gera ráð fyrir að tapist. Ef það er áætlað að helmingur útlána sem flutt eru frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju tapist, þá er það til marks um að menn horfi hér fram á algjört efnahagshrun," segir Sigmundur. Bjarni segist hafa skilning á því að í skýrslunni séu viðkvæmar upplýsingar. „En það er ljóst að það hefur ekki verið staðið við það gagnsæi í þessu máli sem að var stefnt," segir hann. Mjög ríði á að ljúka verðmati á bönkunum og endurfjármögnun þeirra í kjölfarið. Hann segir vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ekki deilt með þinginu þeim upplýsingum sem hún bjó yfir um málið. „Því það eru vísbendingar um að þetta verði eitt lakasta eignasafn sem menn hafa séð hjá vestrænu ríki í áratugi," segir hann. Ekki náðist í Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra. stigur@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Sjá meira