Innlent

Bjarni Ben kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson var rétt í þessu kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni sigraði Kristján Þór Júlíusson nokkkuð örugglega en hann hlaut 58% greiddra atkvæða á móti 40,4% sem Kristján hlaut. Alls voru 1705 atkvæði greidd en auðir seðlar voru 5 og ógildir 2. Bjarni er níundi formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Á þessari stundu langar mig að taka orð tengdapabba míns mér í munn þegar hann sagði svo smekklega. Ég er eins og skyr ég er mjög hrærður," sagði Bjarni í þakkarræðu þegar ljóst var að hann hefði sigrað.

Hann þakkaði meðframbjóðanda sínum og ekki síður fráfarandi formanni flokksins og bað alla um að rísa úr sætum og gefa þeim gott klapp.



Varaformaður flokksins verður kosinn eftir skamma stund, en Þorgerður Katrín er þar ein í framboði.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×