Innlent

Ellefu listabókstöfum úthlutað

Dómsmálaráðuneytið hefur úthlutað 11 stjórnmálasamtökum listabókstafi fyrir kosningarnar í vor. Þrátt fyrir það er ólíklegt að hægt verði að kjósa á milli 11 framboða í kosningum.

Á Alþingi eiga fulltrúar fimm flokka sæti með sína föstu bókstafi. Þá bauð I-listi Íslandshreyfingarinnar bauð fram í seinustu kosningunum en flokkurinn hefur nú gengið í Samfylkinguna.

Á vef ráðuneytisins segir að fimm stjórnmálasamtök hafi að auki fengið

skráðan listabókstaf og fengið senda tilkynningu þar um.

Það eru A-listi Framfaraflokksins, L-listi fullveldissinna, N-listi Samtaka um réttlæti, O-listi Borgarahreyfingarinnar og P-listi Lýðræðishreyfingarinnar.

Þórhallur Heimsson og Bjarni Harðarson fara fyrir framboði fullveldissinna og Herbert Sveinbjörnsson er formaður Borgarahreyfingarinnar. Bæði framboðin hafa verið að mælast í skoðanakönnunum.

Sævar Ciesielski, sem fékk þyngsta dóminn í Geirfinnsmálinu svokallaða, fer fyrir framboði sem hefur fengið úthlutað listabókstafnum N. Nýverið kom fram í viðtali við Sævar á Vísi að listabókstafurinn stendur fyrir námsmenn. Sturla Jónsson, vörubílstjóri, sem fór fyrir framboði Framfaraflokksins hefur nú gengið í Frjálslynda flokkinn. Þá er Ástþór Magnússon, fyrrum forsetabjóðandi, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×