Erlendar skuldir Íslands tvö- til þreföld landsframleiðsla Sigríður Mogensen skrifar 1. júlí 2009 18:34 Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Erlendar skuldir Íslands eru nú tvöföld til þreföld landsframleiðsla. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði í nóvember að ef hlutfallið færi upp í 240 prósent þýddi það að Ísland gæti ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Í dag hétu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar því að lána Íslendingum um einn koma sjö milljarð evra. Þetta eru tæpir þrjú hundruð og átján milljarðar íslenskra króna. Lánin eru veitt í tengslum við áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þau verða borguð út í fjórum jöfnum greiðslum sem eru tengdar fjórum fyrstu endurskoðunum á efnahagsáætlun Íslands með sjóðnum. Ekkert verður því greitt ef endurskoðun er ekki samþykkt. Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir mest til eru erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu. Þegar samningurinn var gerður við sjóðinn í nóvember síðastliðnum kom fram að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu væri 160%. Erlendar skuldir hafa hækkað mikið frá þeim tíma. Útreikningar fréttastofu eru byggðir á tölum Seðlabankans um erlendar skuldir Íslands frá því í lok mars á þessu ári. Búið er að taka skuldir stóru bankanna þriggja út. Þá er tekið tillit til þess að krónan hefur veikst um tíu prósent frá því í lok mars. Landsframleiðsla er fundin út með því að gera ráð fyrir 10% samdrætti frá árinu 2008. Samkvæmt þessu eru erlendar skuldir Íslands nú um 253% af landsframleiðslu. Það sem vekur athygli við þetta er að í lánasamningi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að ef hlutfallið færi upp í 240% þá gæti landið ekki staðið undir því. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi, segir að áætlun áætlun sjóðsins standi. Hann segir að til að tryggja að áætlunin standist hafi sjóðurinn í samstarfi við ríkisstjórnina ákveðið að hraða aðlögun í ríkisfjármálunum. Í öðru lagi verði gjaldeyrishöftum aflétt síðar en búist var við. Í þriðja lagi hafi Ísland upplýst norðurlandaþjóðirnar að skuldirnar væru meiri en upphaflega var áætlað. Það hafi orðið til þess að betri vaxtakjör buðust á lánum frá þeim en ella.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira