Lífið

Tökum á busamyndbandi lokið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Vel plöstuð.
Vel plöstuð.
Myndbandsnefnd Skólafélagsins ætlar sér ýmsa skemmtilega og stóra hluti í vetur. Fyrsta verkefni skólaársins er að sjálfsögðu gerð og frumsýning busakynningarmyndbandsins. Tökur á myndinni kláruðust í lok júlí og myndbandsnefndin vinnur nú hörðum höndum að klippingu myndarinnar. Myndin verður síðan frumsýnd á busakynningarkvöldinu sem haldið verður í kringum næstu mánaðarmót.

Önnur komandi verkefni myndbandsnefndarinnar eru m.a. árshátíðarmyndin auk þess sem nefndin hyggst fara af stað með nýjung sem verður eins konar reglulegt vídjóblogg á Skólafélagssíðunni.

Fylgist með fjörinu og sjáumst heil!



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MR fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.