Lífið

Þátttökugjöld í framhaldsskólamóti KSÍ hækka ekki í kreppunni

Skólalíf skrifar
Merki Knattspyrnufélags Íslands.
Merki Knattspyrnufélags Íslands.
Frestur til að tilkynna þátttöku í framhaldsskólamóti KSÍ í knattspyrnu rennur út þann 18. september, en samkvæmt tilkynningu frá KSÍ verður ekki tekið við skráningum eftir þann tíma. Þátttökugjald er 15.000 krónur á lið í ár, sem er svipað og undanfarin ár. Hver skóli getur alls sent fjögur lið í keppnina; tvö kvennalið og tvö karlalið.

Fyrirkomulag mótsins er með hefðbundnu sniði, en 7 manna lið keppa í riðlum á þremur stöðum á landinu; á Ásvöllum í Hafnarfirði, á Akureyri og á Reyðarfirði. Riðlakeppnin fer fram 10. – 18. október, en úrslitakeppnin helgina 24. – 25. október. Leiktími í riðlakeppninni er tvisvar sinnum tólf mínútur, en hver leikur er tuttugu og fimm mínútur í úrslitakeppninni.

Hægt er að tilkynna þátttöku í fax 568 9793 eða á netfangið gudlaugur@ksi.is. Greiða ber þátttökugjald inn á reikning: 0101-26-700400, kt. 700169-3679 og senda kvittun með þátttökutilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.