Gylfi svarar enn fyrir sig 26. mars 2009 15:09 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að enginn starfsmaður ASÍ hefur óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor," segir Gylfi. „Ljóst var að fram til þess að Vigdís Hauksdóttir tók að sér að leiða framboðslista Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður þann 7. mars s.l. var Magnús M. Norðdahl eini starfsmaðurinn sem hafði gefið kost á sér í prófkjöri. Hann sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Magnús óskaði hvorki eftir né fékk launalaust leyfi vegna þessa prófkjörsframboðs þar sem hann endaði í sjötta sæti." Gylfi segir rétt að taka fram að endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur enn ekki verið ákveðinn en fimm efstu sætin eru bindandi. „Ásakanir um að starfsmönnum á skrifstofu ASÍ sé mismunað á grundvelli pólitískra skoðana eru því algerlega úr lausu lofti gripnar. Ég harma að Vigdís hafi valið þessa leið til að vekja á sér athygli í aðdragandi kosninganna. Ég vísa því jafnframt alfarið á bug að nornaveiðar eða pólitískar ofsóknir eigi sér stað. Ef mér sem forseta eða samtökunum í heild væri í nöp við Framsóknarflokkinn hefðum við tæplega sett okkur í samband við Vigdísi af eigin frumkvæði s.l. haust og boðið henni starf sem lögfræðingur án þess að auglýsa starfið sérstaklega. Hvað þá að við hefðum samþykkt setu hennar í miðstjórn flokksins og í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum hans." Gylfi segir að þvert á móti hafi henni verið talið það til tekna að hafa reynslu af félagslegu og pólitísku starfi. Það hafi enda sýnt sig strax í starfi hennar þá fimm mánuði sem hún vann hjá ASÍ, að það hafi verið rétt mat. „Ég tel að ég hafi lagt mig fram um að auðvelda Vigdísi að takast á við þá áskorun og það traust sem félagar hennar í Framsóknarflokknum sýndu henni. Við gerðum henni kleift að ganga frá öllum verkefnum og skyldum sem voru á hennar borði, eftir að hafa verið í þriggja vikna námsleyfi að mestum hluta á launum, til að hún gæti hindrunarlaust tekist á við þessa áskorun. Við vorum tilbúin til að halda málum opnum fyrir hana fram yfir kosningar, ef svo illa færi að henni tækist ekki ætlunarverk sitt að komast á þing. Þetta kom hins vegar einfaldlega aldrei til tals milli okkar, hvorki af hennar frumkvæði né mínu." Gylfi segist ennfremur ekki kannast við að hafa verið beðinn um launalaust leyfi og segir hann fullyrðingar um slíkt rangar. „Enn og aftur þá harma ég þessi málalok, en vil engu að síður óska Vigdísi velgengni í því erfiða verkefni sem hún hefur tekið að sér fyrir Framsóknarflokkinn," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ að lokum. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að enginn starfsmaður ASÍ hefur óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor," segir Gylfi. „Ljóst var að fram til þess að Vigdís Hauksdóttir tók að sér að leiða framboðslista Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður þann 7. mars s.l. var Magnús M. Norðdahl eini starfsmaðurinn sem hafði gefið kost á sér í prófkjöri. Hann sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Magnús óskaði hvorki eftir né fékk launalaust leyfi vegna þessa prófkjörsframboðs þar sem hann endaði í sjötta sæti." Gylfi segir rétt að taka fram að endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur enn ekki verið ákveðinn en fimm efstu sætin eru bindandi. „Ásakanir um að starfsmönnum á skrifstofu ASÍ sé mismunað á grundvelli pólitískra skoðana eru því algerlega úr lausu lofti gripnar. Ég harma að Vigdís hafi valið þessa leið til að vekja á sér athygli í aðdragandi kosninganna. Ég vísa því jafnframt alfarið á bug að nornaveiðar eða pólitískar ofsóknir eigi sér stað. Ef mér sem forseta eða samtökunum í heild væri í nöp við Framsóknarflokkinn hefðum við tæplega sett okkur í samband við Vigdísi af eigin frumkvæði s.l. haust og boðið henni starf sem lögfræðingur án þess að auglýsa starfið sérstaklega. Hvað þá að við hefðum samþykkt setu hennar í miðstjórn flokksins og í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum hans." Gylfi segir að þvert á móti hafi henni verið talið það til tekna að hafa reynslu af félagslegu og pólitísku starfi. Það hafi enda sýnt sig strax í starfi hennar þá fimm mánuði sem hún vann hjá ASÍ, að það hafi verið rétt mat. „Ég tel að ég hafi lagt mig fram um að auðvelda Vigdísi að takast á við þá áskorun og það traust sem félagar hennar í Framsóknarflokknum sýndu henni. Við gerðum henni kleift að ganga frá öllum verkefnum og skyldum sem voru á hennar borði, eftir að hafa verið í þriggja vikna námsleyfi að mestum hluta á launum, til að hún gæti hindrunarlaust tekist á við þessa áskorun. Við vorum tilbúin til að halda málum opnum fyrir hana fram yfir kosningar, ef svo illa færi að henni tækist ekki ætlunarverk sitt að komast á þing. Þetta kom hins vegar einfaldlega aldrei til tals milli okkar, hvorki af hennar frumkvæði né mínu." Gylfi segist ennfremur ekki kannast við að hafa verið beðinn um launalaust leyfi og segir hann fullyrðingar um slíkt rangar. „Enn og aftur þá harma ég þessi málalok, en vil engu að síður óska Vigdísi velgengni í því erfiða verkefni sem hún hefur tekið að sér fyrir Framsóknarflokkinn," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ að lokum.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira