Gylfi svarar enn fyrir sig 26. mars 2009 15:09 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að enginn starfsmaður ASÍ hefur óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor," segir Gylfi. „Ljóst var að fram til þess að Vigdís Hauksdóttir tók að sér að leiða framboðslista Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður þann 7. mars s.l. var Magnús M. Norðdahl eini starfsmaðurinn sem hafði gefið kost á sér í prófkjöri. Hann sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Magnús óskaði hvorki eftir né fékk launalaust leyfi vegna þessa prófkjörsframboðs þar sem hann endaði í sjötta sæti." Gylfi segir rétt að taka fram að endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur enn ekki verið ákveðinn en fimm efstu sætin eru bindandi. „Ásakanir um að starfsmönnum á skrifstofu ASÍ sé mismunað á grundvelli pólitískra skoðana eru því algerlega úr lausu lofti gripnar. Ég harma að Vigdís hafi valið þessa leið til að vekja á sér athygli í aðdragandi kosninganna. Ég vísa því jafnframt alfarið á bug að nornaveiðar eða pólitískar ofsóknir eigi sér stað. Ef mér sem forseta eða samtökunum í heild væri í nöp við Framsóknarflokkinn hefðum við tæplega sett okkur í samband við Vigdísi af eigin frumkvæði s.l. haust og boðið henni starf sem lögfræðingur án þess að auglýsa starfið sérstaklega. Hvað þá að við hefðum samþykkt setu hennar í miðstjórn flokksins og í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum hans." Gylfi segir að þvert á móti hafi henni verið talið það til tekna að hafa reynslu af félagslegu og pólitísku starfi. Það hafi enda sýnt sig strax í starfi hennar þá fimm mánuði sem hún vann hjá ASÍ, að það hafi verið rétt mat. „Ég tel að ég hafi lagt mig fram um að auðvelda Vigdísi að takast á við þá áskorun og það traust sem félagar hennar í Framsóknarflokknum sýndu henni. Við gerðum henni kleift að ganga frá öllum verkefnum og skyldum sem voru á hennar borði, eftir að hafa verið í þriggja vikna námsleyfi að mestum hluta á launum, til að hún gæti hindrunarlaust tekist á við þessa áskorun. Við vorum tilbúin til að halda málum opnum fyrir hana fram yfir kosningar, ef svo illa færi að henni tækist ekki ætlunarverk sitt að komast á þing. Þetta kom hins vegar einfaldlega aldrei til tals milli okkar, hvorki af hennar frumkvæði né mínu." Gylfi segist ennfremur ekki kannast við að hafa verið beðinn um launalaust leyfi og segir hann fullyrðingar um slíkt rangar. „Enn og aftur þá harma ég þessi málalok, en vil engu að síður óska Vigdísi velgengni í því erfiða verkefni sem hún hefur tekið að sér fyrir Framsóknarflokkinn," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ að lokum. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að enginn starfsmaður ASÍ hefur óskað eftir launalausu leyfi vegna framboðs til Alþingis í vor," segir Gylfi. „Ljóst var að fram til þess að Vigdís Hauksdóttir tók að sér að leiða framboðslista Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður þann 7. mars s.l. var Magnús M. Norðdahl eini starfsmaðurinn sem hafði gefið kost á sér í prófkjöri. Hann sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Magnús óskaði hvorki eftir né fékk launalaust leyfi vegna þessa prófkjörsframboðs þar sem hann endaði í sjötta sæti." Gylfi segir rétt að taka fram að endanlegur framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hefur enn ekki verið ákveðinn en fimm efstu sætin eru bindandi. „Ásakanir um að starfsmönnum á skrifstofu ASÍ sé mismunað á grundvelli pólitískra skoðana eru því algerlega úr lausu lofti gripnar. Ég harma að Vigdís hafi valið þessa leið til að vekja á sér athygli í aðdragandi kosninganna. Ég vísa því jafnframt alfarið á bug að nornaveiðar eða pólitískar ofsóknir eigi sér stað. Ef mér sem forseta eða samtökunum í heild væri í nöp við Framsóknarflokkinn hefðum við tæplega sett okkur í samband við Vigdísi af eigin frumkvæði s.l. haust og boðið henni starf sem lögfræðingur án þess að auglýsa starfið sérstaklega. Hvað þá að við hefðum samþykkt setu hennar í miðstjórn flokksins og í ýmsum stjórnum og ráðum á vegum hans." Gylfi segir að þvert á móti hafi henni verið talið það til tekna að hafa reynslu af félagslegu og pólitísku starfi. Það hafi enda sýnt sig strax í starfi hennar þá fimm mánuði sem hún vann hjá ASÍ, að það hafi verið rétt mat. „Ég tel að ég hafi lagt mig fram um að auðvelda Vigdísi að takast á við þá áskorun og það traust sem félagar hennar í Framsóknarflokknum sýndu henni. Við gerðum henni kleift að ganga frá öllum verkefnum og skyldum sem voru á hennar borði, eftir að hafa verið í þriggja vikna námsleyfi að mestum hluta á launum, til að hún gæti hindrunarlaust tekist á við þessa áskorun. Við vorum tilbúin til að halda málum opnum fyrir hana fram yfir kosningar, ef svo illa færi að henni tækist ekki ætlunarverk sitt að komast á þing. Þetta kom hins vegar einfaldlega aldrei til tals milli okkar, hvorki af hennar frumkvæði né mínu." Gylfi segist ennfremur ekki kannast við að hafa verið beðinn um launalaust leyfi og segir hann fullyrðingar um slíkt rangar. „Enn og aftur þá harma ég þessi málalok, en vil engu að síður óska Vigdísi velgengni í því erfiða verkefni sem hún hefur tekið að sér fyrir Framsóknarflokkinn," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ að lokum.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira