Handbolti

Gróttumenn komnir upp í N1 deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Jóhannsson er búinn að koma Gróttu aftur upp um deild.
Ágúst Jóhannsson er búinn að koma Gróttu aftur upp um deild. Mynd/Anton

Grótta tryggði sér í kvöld sæti í N1 deild karla þegar liðið vann auðveldan sigur á ÍBV, 33-12, á heimavelli sínum á Seltjarnarnesinu í kvöld. Grótta er orðið deildarmeistari þótt að ein umferð sé eftir.

Selfoss tryggði sér 2. sætið með 32-30 sigri á Aftureldingu en það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort Afturelding eða ÍR endi í 3. sæti en liðin mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.

Gróttuliðið hefur verið fjarverandi úr úrvalsdeild íslensks handbolta síðan árið 2005, þegar slitnaði upp úr samstarfi Gróttu/KR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×