Ríkisútvarpinu hefur verið tilkynnt um að væntanleg sé lögbannsbeiðni frá Kaupþingi til að stöðva frekari birtingu upplýsinga úr leyniglærum Kaupþings um skuldunauta bankans, að því er fram kemur á fréttavef RÚV.
Gögnin birtust á lekasíðunni WikiLeaks í gær og hafa fjölmargir fjölmiðlar unnið fréttir upp úr þeim, þar á meðal fréttastofa Vísis og Stöðvar tvö.
Reiknað er með að lögbannsbeiðnin verði tekin fyrir og afgreidd hjá yfirvöldum í kvöld.
Kaupþing fer fram á lögbann
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar