Fótbolti

Þriðja þrenna Inzaghi gegn Camolese

Nordic Photos/Getty Images

"Mér finnst þetta pínulítið leiðinlegt af því hann er góður maður og góður þjálfari," sagði markahrókurinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan eftir að hann skoraði þrennu í 5-1 sigri liðsins á Torino í gær.

Maðurinn sem um ræðir er Giancarlo Camolese, þjálfari Torino, en þetta var í þriðja sinn á ferlinum sem hinn 35 ára gamli Inzaghi skorar þrennu á móti liði sem þjálfað er af Camolese.

Þetta var auk þess í tíunda sinn á ferlinum sem Inzaghi skorar þrennu í A-deildinni og hann minntist sérstaklega á David Beckham í viðtali eftir leikinn.

"Ég verð að þakka David fyrir fyrirgjafirnar. Þær voru frábærar," sagði Inzaghi. Beckham lagði upp tvö mörk í leiknum og með sigrinum komst Milan upp að hlið Juventus í annað til þriðja sæti deildarinnar með 64 stig - tíu stigum minna en topplið Inter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×