Lífið

Ný önn, nýtt vefráð, nýtt busakjöt

Ríkharður Karlsson og formaður vefráðsins Gígabæts skrifa
Chicks, Einar Birgir, Busakjöt og góðir hálsar. Núna eru einungis fjórir dagar í nýtt skólaár og þið eruð væntanlega heima hjá ykkur og veltið fyrir ykkur hvort www.NFF.is síðan verði jafn léleg og hún hefur verið seinustu ár?

Viti menn, nei svo verður ekki. Við í Gígabæt ætlum að koma NFF.is á nýjan stall og ætlum að taka hana í gegn, eða eins og maðurinn sagði Extreme Makeover. Það munu koma ýmsir nýjungar á síðuna sem ég ætla ekki að nefna hér og margt annað verður lagað, markmið okkar með NFF.is er að gjörbreyta henni. Okkar draumur er að hún verði vinsælari en Facebook og það stefnir allt í það eins og staðan er núna, við viljum að það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar er að fara á NFF.is og sjá hvað er að gerast þar, þegar þú ert í eyðu þá átt þú að vera á NFF.is, þegar þú ert að kúra með kæró þá áttu ekki að vera horfa á mynd, þú átt að vera inná NFF.is og ekkert annað. En við erum að vinna í síðunni og hún verður kannski ekki alveg tilbúinn þegar önnin byrjar en þetta er allt í vinnslu þannig ekki örvænta.

En fyrir ykkur sem ekki vita hverjir eru í Gígabæt þá eru það Ríkharður Karlsson - formaður, Jón Hjörtur Emilsson - pistlahöfundur og Helgi Freyr Tómasson - Herra Hvaló og einnig grafískur hönnuður. Þetta verður ekki mikið lengra hjá mér en þetta og við sjáumst heil og sæl á önninni.

Virðingarfyllst Gígabæt.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa Flensborgar fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.